Fruens Bøge alveg óvænt

Í dag er sunnudagur og börnin fara til Sólrúnar í kvöld. Þetta er búin að vera ansi viðburðarík vika og allir að byrja í sínu. Dísa byrjaði í fyrsta sinn í skóla og Alexander sitt 3ja ár. Matthías fór svo aftur í sinn gamla leikskóla.
Ég er að prófa í fyrsta skiptið í langan tíma að búa einn. Afskaplega skrítin tilfinning.

Við fórum í Fruens Böge í dag. Kíktum við í bakaríinu hérna nálægt og röltum inn í garðinn. Þar var heljarinnar svið og lúðrasveit að spila. Fullt af fólki lá á grasinu á teppum og naut sín. Við settumst þarna niður með bakarísbakkelsið og hlustuðum á tónlistina. Síðan röltum við inn í skóg og lékum okkur þar.

Núna er stefnan á að búa til pasta handa liðinu. Kjötbollur fara út í hjá Alexander, en Dísa er nú ekki alveg til í það...Matthíasi er nokk sama ennþá.

Skelli myndum hér á eftir.

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur